Útgefið efni

Fréttir

Kjarasamningar eru nú að losna hver af öðrum á næstu mánuðum. Það er rétt að geta þess að það er mikið spurt um það hvort stjórnendur/verkstjórar fari í verkfall. Lögfræðingur okkar Lára V. Júlíusdóttir hrl, leggur þennan skilning í hvort stjórnendur/verkstjórar fari í verkfall. ´´Stjórnendur/verkstjórar eru sérstakir trúnaðarmenn á vinnustað. Þeim er heimilt að vinna venjubundin stjórnunarstörf í verkfalli verkafólks. Þeim er skylt að gæta þess að verðmæti sem þeim er falin umsjón með og verj það skemmdum. Í lögum félaga innan Samband stjórnendafélaga er tekið fram að félagsmenn séu algerlega hlutlausir í kaupdeilum, hvort sem um er að ræða verkföll eða verkbönn. Í kjarasamningum þeirra er einnig að finna ákvæði um að eigi skuli verkföll eða verkbönn ein út af fyrir sig skerða rétt stjórnenda/verkstjóra til þess að fá kaup hjá vinnuveitanda, enda er honum eftir sem áður skylt að gæta þess verðmætis sem honum er trúað fyir og hefur umsjón með og verja það skemmdum,, tilvitnun lýkur. Ef boðað er til verkfalls þá fara þeir stjórnendur ekki í verkfall sem taka laun eftir kjarasamingi STF og SA og eru sannalega stjórnendur. Þetta ákvæði verður að vera skráð í ráðningarsamning hjá viðkomandi stjórnendum.01 verkfall

Fréttatilkynning 21. nóvember 2018 Frá afhendingu gjafar Sjúkrasjóðs Sambands stjórnendafélaga, frá vinstri: Jón Ólafur Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sjúkrasjóðs, Viðar Þór Ástvaldsson, gjaldkeri stjórnar STF, Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins. Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri STF og Skúli Sigurðsson, forseti STF.

01 Ljsi afhenda gjf 16.11.2018.odt

Sjúkrasjóður Sambands stjórnendafélaga (STF) ásamt aðildarfélögum, færði Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, peningagjöf á dögunum í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins. Um er að ræða 1,2 milljónir króna sem varið verður til reksturs Ljóssins.

„Þessi styrkur Sambands stjórnendafélaga er okkur gífurlega mikilvægur og við þökkum af alhug þann velvilja og stuðning sem í þessu felst. Það er einmitt þessi hugur í garð starfseminnar sem gerir okkur kleift að starfa í þágu krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra. Kærar þakkir til allra þeirra félagsmanna sem starfa innan vébanda stjórnendafélaganna. Ykkar stuðningur er okkar von,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins.

„Samband stjórnendafélaga, sem áður hét Verkstjórasamband Íslands, fagnaði 80 ára afmæli í apríl sl. og í stað þess að efna til veisluhalda ákvað stjórn sambandsins að veita frekar fjárstyrk til félagasamtaka sem þyrftu suðnings við. Ljósið varð fyrir valinu en þar er unnið ómetanlegt mannræktarstarf sem lengi hefur vakið eftirtekt okkar og aðdáun. Við vonum að þessi styrkur STF verði Ljósinu hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga.

Ljósið býður upp á fjölbreytta endurhæfingu með heilbrigðismenntuðu starfsfólki.  Dagskráin, sem er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra, er viðamikil, t.d. námskeið fyrir nýgreindar konur, fræðslufundir fyrir karlmenn, jógahópar, gönguhópar, líkamsrækt, handverkshópar, nudd, jafningjahópar o.fl. Í Ljósinu er unnið að því að efla líkamlegan og andlegan styrk. Húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43 í Reykjavík er opið alla virka daga frá kl. 08:30 til 16:00 en auk þess er boðið upp á skipulögð námskeið á kvöldin og á laugardögum.

Nánari upplýsingar: Skúli Sigurðsson, forseti STF, sími 553 5040.Erna Magnúsdóttir, Ljósinu, sími 561 3770.

  Desember uppbt

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðast við fullt starf er:.

Almennum markaði er þ.e SA                                         89.000 kr. 

Orkuveita Reykjavíku                                                   103.300 kr

Faxaflóahafnir                                                                97.100 kr. 

Reykjavíkurborg                                                             97.100 kr.

Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkisjóðs                 89.000 kr.

Sveitafélögin                                                                 113.000 kr.

Lota 1 snýr að þér sem stjórnanda/millistjórnanda.  IMG 4261Hvernig þú getur nýtt þér þína styrkleika og hvernig þú getur bætt þína veikleika. Lokum fyrir skráningar 31. ágúst. 

Meira inn á stjornendanam.is