SJÚKRASJÓÐUR

SJÚKRASJÓÐUR

05
maí

Um sjúkrasjóð

Árið 1974 var Sjúkrasjóður verk- og stjórnenda settur á laggirnar og er hann einn af öflugustu sjúkrasjóðum landsins. Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verks- og stjórnenda í veikinda og slysatilfellum. Fullgildur starfandi félagi á rétt á sjúkradagpeningagreiðslum í 9 mánuði, einnig eru veittir styrkir til endurhæfingar. Ásamt því að veita styrk til sjúkraþjálfunar eða kírópraktorsmeðferðar eiga félagsmenn rétt á ýmiss konar forvarnarstyrkjum sem og styrkjum til sjón- og heyrnatækjakaupa. Sjúkrasjóður STF kemur til móts við félagsmenn fari þeir í frjósemismeðferð eða ættleiði barn, einnig eru veittir sérstakir fæðingarstyrkir. Við fráfall félagsmanns greiðir sjúkrasjóður dánarbætur til aðstandenda.

10.2.  Nýr félagsmaður sem flytur með fullan rétt úr örðum sjúkrasjóði, fær aldrei lakari rétt en félagsmaðurinn hafði áður. Til að öðlast fullan rétt til greiðslna úr  sjúkrasjóði STF þá þarf nýr félagsmaður að hafa greitt í 6. mánuði samfellt í sjúkrasjóð STF. Stjórn sjúkrasjóðs er þó heimilt að leggja mat á greiðslur fyrr úr sjúkrasjóði, ef með umsókninni fylgja rökstudd gögn um greiðslur vegna sjúkradagpeninga. Sjá nánar í reglugerð sjúkrasjóðs.

Hafi félagsmaður greitt í sjúkrasjóð síðustu 10 ár starfsævi sinnar heldur hann réttindum í sjúkrasjóði það sem eftir er ævinnar. 

Sjúkrasjóður STF á íbúð í Lautasmára 5 sem eingöngu er leigð út vegna veikindatilfella verkstjóra utan höfuðborgarsvæðisins, maka eða barna undir 18 ára aldri á hans framfæri.