UM STF

UM STF

24
júní

Um STF

Hvað er Samband stjórnendafélaga (STF) og fyrir hvað standa þessi samtök?

Sunnudaginn 10. apríl árið 1938 var stofnfundur Verkstjórasamband Íslands haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík. Stofnfélagar voru 44 talsins. Nú 79 árum seinna eru félagsmenn um 3.600 um land allt. 20. maí 2017 var nafni Verkstjórasamband Íslands breytt og heitir nú Samband stjórnendafélaga sem er til húsa að Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi og er skrifstofan opin frá 8:00 til 16:00 alla virka daga. Símatími á skrifstofur er frá kl. 09:00 - 15:00 alla virka daga.

Aðildarfélag                        Fjöldi félagsmanna 1. janúar 2020
             
Brú félag stjórnenda        Skrifstofa                                        937
Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar 255
Stjórnendafélag Suðurnesja 443
Verkstjórafélag Vestmannaeyja 120
Stjórnendafélg Suðurlands Skrifstofa                                     451
Stjórnendafélag Austurlands Skrifstofa                                     463
Berg félag stjórnenda Norðurlandi eystra Skrifstofa                                     319
Stjórnendafélag Norðurlands vestra                                                   122
Stjórnendafélag Vestfjarða 94
Stjórnendafélag Vesturlands 285
Stjórnendafélag Jaðar Akranesi  100
   


Að Sambandi stjórnendafélag standa 11 aðildarfélög sem staðsett eru í öllum kjördæmum landsins.

   Starfræk skrifstofa hjá fjórum aðildarfélögum.

 

Samband stjórnendafélaga eru félaga- og hagsmunasamtök verkstjóra og milli stjórnenda sem fer með samningsrétt verkstjóra- og stjórnendafélaganna. Í starfsemi Sambandsins er fólgin þjónusta fyrir öll 11 aðildarfélögin. Árið 1974 var sjúkrasjóður verkstjóra stofnaður og í dag er hann þriðji öflugasti sjúkrasjóður landsins. Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verk- og millistjórnenda í veikinda og slysatilfellum og býður sjóðurinn félagsmönnum í mörgum tilfellum meiri réttindi en sambærilegir sjóðir annarra félaga.

Menntunarsjóður Samband stjórnendafélaga og SA veitir styrki til náms- og starfs endurmenntunar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja verk- og millistjórnendur innan STF til endurmenntunar og gera þau hæfari til stjórnunarstarfa. Styrkir eru veittir til náms á framhalds- og háskólastigi ásamt því að hver félagsmaður hefur rétt á tómstundastyrk einu sinni á 12 mánaða tímabili. Sambandið leggur áherslu á að stjórnunarmenntun, ásamt því að styrkja fræðslustjóra að láni og innrifræðslu.  Menntunarsjóður STF og SA skrifuðu undir samstarfssamning 1. júní  2017 við Háskólann á Akureyri um rekstur og utanum hald á STJÓRNENDANÁMI ( HUNDRAÐ PRÓSENT FJARNÁM ) sem er samstarfsverkefni, Samtaka atvinnulífsins og Samband stjórnendafélaga. Námið er hugsað fyrir alla verkstjóra og aðra millistjórnendur, markmiðið er að auka faglega og hagnýta þekkingu á stjórnun, efla þekkingu, leikni,  hæfni og færni í þáttum sem hafa áhrif á framleiðni fyrirtækja. Þannig byggja stjórnendur upp sterkari grunn til að takast á við krefjandi verkefni og verða þar af leiðandi dýrmætari starfskraftar.

Þjónusta Samband stjórnendafélaga felst meðal annars í því að sambandið heldur utan um allar þær greiðslur sem koma frá atvinnurekendum. Skrifstofan heldur utan um allar skilagreinar, kjarasamninga, tekur á móti umsóknum í sjúkrasjóð og endurmenntunarsjóð ásamt því að afgreiða þær samkvæmt reglugerðum Sambandsins. Árið 2014 var ráðinn kynningarfulltrúi með það að aðalmarkmiði að kynna samtökin því Sambandið gerir tilkall til 6.000 -10.000 stjórnenda sem finna má úti á vinnumarkaðnum.

                 Átt þú heima í stjórnendafélagi?

ü  Ert þú í stjórnunarstöðu hjá fyrirtæki eða starfsmaður sem hefur mannaforráð?

ü  Stjórnar þú viðamiklum verkefnum?

ü  Ert þú einyrki og stundar sjálfstæða atvinnustarfsemi?

ü  Vilt þú styrkja stöðu þína og fjárhagslegt öryggi á vinnumarkaðnum?

ü  Fullgildir félagar hafa 12 mánaða launavernd í veikindum

ü  Félagsmenn STF fara ekki í verkföll því þeir eru fulltrúar atvinnurekanda

ü  Verkstjórafélögin eiga 28 orlofsíbúðir

ü  Samstaða og styrkur í félagi með fólki sem eiga sömu hagsmuna að gæta!

ü  Lögfræðiaðstoð þurfir þú að sækja rétt þinn

ü  Trygging allan sólarhringinn!

ü  Dánarbætur sem greiðast til maka eða barna en einnig eru sérstakar bætur vegna andláts maka eða barns starfandi verkstjóra

ü  Öflugur starfsmenntasjóður STF og SA

ü  Einstaklingsbundin og persónuleg þjónusta

STF lg 2017 

 

Hlíðasmára 8 - 201 Kópavogi - Sími 553 5040 - Fax 568 2140 – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - www.stf.is    www.facebook.com/sambandstjornendafelaga