Útgefið efni

Fréttir

STJÓRNENDANÁMIÐ ER BÚIÐ TIL MEÐ ÞARFIR VINNUMARKAÐARINS Í HUGA
Þegar Stjórnendanámið var búið til var leitað til stjórnenda og millistjórnenda til að fá þeirra skoðun á hvaða kunnáttu vantaði inn á vinnumarkaðinn. Þær niðurstöður voru notaðar til að búa til inntak námsins.
Við eigum í stöðugu samtali við vinnumarkaðinn og þróum okkur áfram samhliða honum. Allar upplýsingar er að finna inná  Heim - Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar (stjornendanam.is)  og líka á heimasíðu Háskólans á Akureyri.

Í kjarasamningum aðila er kveðið á um að yfirvinnuálag breytist 1. október nk. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta þeim breytingum til 1. janúar 2021 eða þess gildistíma sem nær til styttingu vinnutíma dagvinnufólks.

Lota 1 í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar hefst 6. september. Opið er fyrir umsóknir og er afsláttur veittur af skráningargjaldi til þeirra sem skrá sig fyrir 6. ágúst. Námið er byggt upp sem 100% fjarnám og er sett þannig upp að þátttakendur geti sinnt störfum sínum samhliða námi. Þegar Stjórnendanámið var búið til var leitað til stjórnenda og millistjórnenda til að fá þeirra skoðun á hvaða kunnáttu vantaði inn á vinnumarkaðinn. Þær niðurstöður voru notaðar til að búa til inntak námsins. Stöðugt samtal er við vinnumarkaðinn og er námið þróað áfram samhliða honum.

 Lota 1 fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir ,,hvers vegna er ég hér?‘‘, ,,Hversu hæfa/n tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?‘‘ og ,,hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?‘‘ Lota 1 snýr að þér sem stjórnanda, hvernig þú getur unnið með þína hæfileika og hvernig þú getur bætt þína veikleika.

 Allar nánari upplýsingar á www.stjornendanam.is  og Stefán Guðnason verkefnastjóri Símenntunar HA 

Vinnu sími 460 8088 og Mobil 869 2396

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Sambands íslenskra sveitafélaga og STF er nú lokið.

 

Kjarasamningurinn er því samþykktur af hálfu félagsins.

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.