Útgefið efni

Fréttir

18
desember

Þjónustusíður STF, Mínar síður og Orlofshúsavefur.

04 mynd af tlvuÞjónustusíður STF, Mínar síður og Orlofshúsavefur.  

 Við viljum endilega benda félagsmönnum okkar á að það er linkur á heimasíðu STF sem heitir Þjónustusíður STF, þar er að finna upplýsingar um:

Mínar síður, veita öllum félagsmönnum aðgengi á auðveldan hátt að upplýsingum um stöðu sína í t.d. sjúkra- og starfsmenntasjóði, félagsmaðurinn getur sótt um flesta styrki og bætur sem sjúkra- og starfsmennasjóðirnir veita.

Orlofshúsavefinn, þar geta félagsmenn á auðveldan hátt skoðað hvaða orlofshús og íbúðir eru lausar og til leigu. Þegar álitleg orlofseign er fundin þá fer innskráning fram með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Minnum á alla afslætti sem félögum STF bjóðast í gegnum Íslandskortið og er að finna inná Frímann.

Félagsmenn innan aðildarfélaga STF eru hvattir til að nýta sér þessa auðveldu leið í rafrænum samskiptum.

Ef ykkur vantar frekari upplýsingar eða aðstoð hafið þá samband við skrifstofu STF í síma 553 5040 eða senda póst á http://stf.is/

Kveðja starfsfólk á skrifstofu STF.

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.