Útgefið efni

Fréttir

04
febrúar

Styrkir til náms, rannsókna og vísindastarfa - skattaskil leiðbeiningar RSK

04 mynd af tlvuLEIÐBEININGAR UM RAFRÆN SKIL, sótt 14.1.2019.

Framtalsleiðbeiningar 2018.

2.3.5  Styrkir til náms, rannsókna og vísindastarfa

Hér skal færa styrki til náms, rannsókna og vísindastarfa, þ.m.t. styrki til endurmenntunar og starfsmenntunarsjóðsstyrki sem greiddir voru á árinu 2017.

Sjá einnig umfjöllun um reit 149 í kafla 2.6.4

2.6.4 Frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum.

Reitur 149:

Frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum.

Ef gerð er krafa um frádrátt vegna beins kostnaðar á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum, skal færa frádráttinn í þennan reit. Frádráttur þessi getur ekki orðið hærri en styrkur sem talinn er til tekna í reit 131 í kafla 2.3. Heimilt er að draga frá kostnað á móti styrknum, þó ekki vexti af skuldum, afföll, gengistöp og fyrningu eigna eða persónulegan kostnað.

Gera skal sundur liðaða grein fyrir þessum kostnaði á sérstöku yfirliti sem fylgja skal framtalinu (sérstaklega undirblað á vefframtali sem opnast þegar smellt er á Færa frádrátt). Heildarkostnaður skv. Yfirlitinu færist í reit 149. Ekki er heimilt að draga kaupverð tækja. s.s. tölva og tölvubúnaður, frá styrkjum. Ef um atvinnurekstur er að ræða skal gera grein fyrir tekjum og frádrætti á RSK 4.10 eða RSK 4.11 ef rekstrartekjur eru hærri en 1.000.000 kr.

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.