Útgefið efni

Fréttir

Utskrif SF 16082019 Föstudaginn 16.08.2019 var haldið útskriftar veisla þar sem 12 nemendur voru útskrifaðar, eftir að þeir höfðu lokið Stjórnendanáminu sem kennt er frá Háskólanum á Akureyri.    Stjórnendanámið skiptist í 6 lotur þar sem hver lota skiptist í vikulanga áfanga ( 6-13) eða alls 62 áfanga. Hver áfangi byggir á lærdómsviðmiðum; þekkingu og leikni sem       nemendur eiga kost á að öðlast að áfanga loknum.

 Áfanginn byggist á:

 •  Kynningu á áfanganum (myndband).
 • Fyrirlestri. Glærur með innlestri kennara.
 • Samskiptum nemenda og kennara á ZOOM í rauntíma.
 • Nemendaverkefnum sem byggjast á lærdómsviðmiðum áfangans.
 • Fyrirspurnum til kennara og svörum á neti.
 • Námsmat („prófi“).
 • Áfangamat (mat nemenda á inntaki og miðlun áfangans).
 • Lotumat (mat nemenda á inntaki og uppbyggingu hverrar lotu).

Stjórnendanámið er samstarfsverkefni

Starfsmenntasjóður SA og STF:

 • Stofnaður með samningi SA og VSSÍ 1.7.2008.
 • „Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starfandi verkstjórum innan aðildarfélaga hans bjóðist ávallt heilstæð grunn- og endurmenntun sem uppfyllir þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma.“
 • Með hugtakinu verkstjórar er átt við stjórnendur / milli stjórnendur sem eru aðilar að sjóði þessum og greiða til hans tilskilin gjöld.“

Frá verkstjóranámskeiðum til Stjórnendafræðslu:

 • Verkstjóranámskeið voru sett á laggirnar með stofnun Iðnaðarmálastofnunar Íslands árið 1953.
 • Sett voru lög um verkstjórnanámskeið nr. 49/1961 sem eru enn í gildi.
 • Reglugerð nr. 178/1962 var sett með stoð í lögunum.
 • Verkstjóranámskeið voru rekin á Iðnaðarmálastofnun, síðan Iðnþróunarstofnun, svo Iðntæknistofnun og loks Nýsköpunarmiðstöð.
 • Háskólinn á Akureyri tók við umsýslu starfseminnar 2017.
 • Nafninu var þá breytt í Stjórnendafræðslu.
03 mynd af tlvuYFIRLIT:  Verð fyrir lotu er 180.000 kr. Hægt er að greiða með kreditkorti eða bankakröfu. 

Ef greitt er fyrir 15. ágúst 2019 er veittur 20. þúsund króna afsláttur. 

Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?" og „Hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?"

Lota 1 snýr að þér sem stjórnanda, hvernig þú getur unnið með þína hæfileika og hvernig þú getur bætt þína veikleika.

EFNISSKRÁ

Lota 1 

Ég - Stjórnandinn / millistjórnandinn  

 

1.1

Inngangur- Gögn og upplýsingar.
Kennari: Stefán Guðnason

 

1.2

Þekking, leikni og hæfni. Afla, greina og miðla. 
Námstækni. Sjálfsnám, endurmenntun, símenntun.
Kennari: Auðbjörg Björnsdóttir

 

1.3

Stjórnandi/leiðtogi - Ábyrgð, stjórnunarstíll og menning fyrirtækja.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

 
1.4 Rökfærsla, tjáning, framsögn og ritaður texti.
Kennarar: Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason
 

1.5

Samræður, spurningar og samningar.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

 

1.6

Yfirmenn. Sálfræðilegi samningurinn.
Kennari: Þórður S. Óskarsson 

 

1.7

Breytingar og viðhorf til þeirra.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

 

1.8

Vinna undir álagi.
Kennari: Þórður S. Óskarsson

 

1.9

Skipulag vinnumarkaðar og kjarasamningar.
Kennari: Jón Rúnar Pálsson

 

1.10

Réttindi stjórnenda og millistjórnenda skv. kjarasamningum.
Kennari: Jón Rúnar Pálsson

 

1.11

Hæfni stjórnenda og annarra millistjórnenda.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

Kjaraml 2Kosning um kjarasamninga milli STF og SA er hafinn,
Allir félagsmenn sem fá send skilaboð í formi SMS og maili eru hvattir til að nýta sér atkvæða rétt sinn. þið einfaldlega skráið ykkur inn á linkinn stf.is/kosning og þá kemur upp gluggi þar sem þið notið íslykil eða rafrænskilríki.
Gangi ykkur vel.
Samkomulag.odtKjarasamningar  milli  Samband Stjórnendafélag STF og Samtaka atvinnulífsins.
1. gr.
Kjarasamningur þessi felur í sér breytingar og viðætur við aðalkjarasamning Samband stjórnendafélaga STF og SA.
2. gr.
Launabreytingar
Launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á mánaðarlaun. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrri dagvinnu.
Almenn hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf
1. apríl 2019; 17.000 kr.
1. apríl 2020; 18.000 kr.
1. janúar 2021; 15.750 kr.
1. Janúar 2022; 17.250 kr.
Kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.
3. gr. 
Desember- og orlofsuppbót.
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
Á árinu 2019 92.000 kr.
Á árinu 2020 94.000 kr.
Á árinu 2021 96.000 kr.
Á árinu 2022 98.000 kr.
 
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. Apríl) miðað við fullt starf er:
Á orlofsárinu sem hefst 1. Maí 2019 verði orlofsuppbót kr. 50.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. Maí 2020 verði orlofsuppbót kr. 51.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. Maí 2021 verði orlofsuppbót kr. 52.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. Maí 2022 verði orlofsuppbót kr. 53.000.
 
Eingreiðsla á júní 2019.
Í júní 2019 greiðist sérstök 26.000 kr. eingreiðsla með orlofsuppbót og eftir sömu reglum.
 
 
 
4. gr.
Hagvaxtarauki,
Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmdar launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hver íbúa.
Útreikningur launaaukans byggir á bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um  vísitölu vergrar landsframleiðslu á mann sem birtast í byrjun mars ár hvert fyrir næstliðið ár.
Launaaukinn bætist væði við mánaðarlaunataxta kjarasamninga og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Neðan greind tafla synir fjárhæð launaaukans og forsendur hans.
  
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa, hækkun milli ára Launaauki á mánaðarlaunataxta kjarasamninga Launaauki á föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu
1,0 - 1,50% 3.000 kr. 2.250 kr.
1,51 - 2,0% 5.500 kr 4.125 kr.
2,01 - 2,50% 8.000 Kr 6.000 Kr
2,51 - 3,00% 10.500 Kr. 7.875 kr.
> 3,0% 13.000 kr. 9.750 kr.
 
Við ákvörðun launaauka vegna áranna 2019-2022, sem koma til framkvæmdar árin 2020-2023, skal taka tillit til uppfærðra bráðabirgðatalna fyrir þau ár sem lögð hafa verið til grundvallar við útreikning launaaukans. Launaaukinn greiðst 1. maí.
5. gr.
Kauptrygging vegna launaþróunar
Á árunum 2020-2022 reiknast ár hvert kauptaxtaauki vegna launaþróunar, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Úrskurði launa- og forsendunefnd kauptaxtaauka á grundvelli launaþróunar skulu kauptaxtar samnings þessa taka sömu krónutöluhækkun.
6. gr.
Samningsforsendur
Kjarasamningur þessi byggir á sömu samningsforsendum og almennir kjarasamningar dags. 3. apríl 2019. Verði gerðar breytingar á samningsákvæðum almennra kjarasamninga eða samningstíma á grundvelli ákvæða um hagvaxtarauka og kauptaxtaauka eða forsenduákvæða framangreindra kjarasamninga skal sambærileg breyting gilda um samning  þennan. Komi til þess að kjarasamningunum frá 3. apríl s.l. verði sagt upp er heimilt að segja samningi þessum upp frá sama tíma. Tilkynna skal um uppsögn innan fimm virkra daga frá því almennum kjarasamningum er sagt upp. 
 
 
7. gr.
Gildistími og atkvæðagreiðsla
Kjarasamningur þessi gildir til 1. Nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 
Tilkynna skal um afgreiðslu kjarasamninga föstudaginn 28. júní 2019.
 
 
Reykjavík 18. júní 2019
 
 
 
 
F.h. Samband stjórnendafélaga STF                                                   F.h. Samtak atvinnulífsins
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ps.  þessi samningur var undirritaður af þeim Skúla Sigurðssyni og Jóhanni Baldurssyni STF og Jóni Rúnari Pálssyni SA þann 18. Júní 2019, frumrit af þeim samningi er hjá SA og er það eintak er eingöngu til á pdf formi hér á skrifstofu STF. Þetta plagg er unnið af SS og notað inná fréttavef og heimasíðu STF og Facebook.
 
 
Breytingar á einstaka greinum kjarasamningsins
Grein 1.1.2. um persónubundin laun orðist svo:
1.1.2. Persónubundin laun Um laun verkstjóra/stjórnanda skal samið sérstaklega í ráðningarsamningi. Umsamin laun verkstjóra/stjórnanda ákvarðast að jafnaði af fjölda þátta eins og ábyrgð fjölda undirmanna, eðli starfs, menntun, starfsreynslu, sbr. bókun aðila um laun verkstjóra/stjórnanda. Eðli máls skv. getur slíkt mat ekki komið fram í einfaldri launatöflu enda aðstæður mismunandi. Sjá bókun um launamyndun verkstjóra/stjórnenda á bls. 50 en þar vísast m.a. um upplýsingar um laun verkstjóra/stjórnenda til launakannana Kjararannsóknarnefndar. 
 
Við ákvörðun launa milli vinnuveitanda og verkstjóra/stjórnanda í ráðningarsamningi, skulu laun endurspegla vinnuframlag, hæfni, menntun s.s. stjórnunarnámi og endurmenntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihald starfsins og þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Gæta skal ákvæða jafnréttislaga við launaákvarðanir. 
Starfsmaður skal eiga rétt á viðtali við yfirmann a.m.k. einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum.
 
Ný málsgrein bætist við í grein 9.2. sem hljóðar svo:
9.2.1  Greiðsla dagpeninga Óski starfsmaður þess að dagpeningagreiðslur séu greiddar út fyrir upphaf ferðar á að verða við því.
Greinar 10.1.  og 10.2.  orðist svo:
10.1. Uppsagnarfrestur 
Eftir eins mánaðar starf og til loka fyrsta starfsárs hjá sama vinnuveitanda, skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera 1 mánuður og úr því 3 mánuðir. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót. 
Eftir 5 ára starf sem verkstjóri er uppsagnarfrestur 4 mánuðir og 5 mánuðir eftir 10 ára verkstjórnarstarf.  
Uppsagnarfrestur á starfi verkstjóra/stjórnanda í félagi innan STF er orðin 6 mánuðir eftir 15 ára verkstjóra/stjórnenda starf hjá sama atvinnurekanda. Uppsögn fastrar yfirvinnu Um uppsögn á fastri yfirvinnu fer eftir persónu bundum uppsagnarfresti verkstjóra/stjórnanda nema sérstök ákvæði heimili skemmri uppsögn á fastri yfirvinnu skv. ákvæðum kjarasamninga undirmanna hans.
10.2. Starfslok  vegna lífaldurs
Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir ef hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.
 
 
 
 Bókanir
 
Bókun um laun verkstjóra/stjórnenda orðist svo:
 
Bókun um laun verkstjóra/stjórnenda
Ísland hefur fullgilt tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins um reglubundnar launakannanir (Regultion on the Structure of Earnings Survey) sem tekur til allra helstu starfa á vinnumarkaðnum. Starf þetta er þegar hafið í samstarfi Hagstofu Íslands og Kjararannsóknarnefndar.
 
 Launakannanir þessar eru annars vegar árlegar heildarkannanir og hins vegar ársfjórðungslegar kannanir til athugunar á launabreytingum. Heildarkannanirnar eru sundur greindar eftir störfum með starfslýsingum sem að nokkru taka mið af þeim þáttum sem greindir eru í 1.mgr. Þessar kannanir munu veita víðtækari og fyllri upplýsingar um laun og kjör verkstjóra/stjórnenda en fyrri kannanir. 
 
Störf verkstjóra/stjórnenda eru mjög fjölbreytileg. Hæfniskröfur og stjórnunarábyrgð eru einnig mjög mismunandi. Laun ákvarðast að jafnaði af fjölda þátta eins og ábyrgð, fjölda undirmanna, eðli starfs, menntun s.s. stjórnunarnám og endurmenntun, starfsreynslu, starfsþjálfun, hæfni og öðrum persónulegum eiginleikum. Þessir mismunandi eiginleikar vega misþungt eftir því um hvaða starfsemi er að ræða. Mat á þessum þáttum getur af eðlilegum ástæðum aldrei speglast í einfaldri launatöflu auk þess sem laun verkstjóra/stjórnenda hljóta ávallt að ákvarðast með tilliti til launa undirmanna og launastefnu viðkomandi fyrirtækis.
 
 
Bókun um endurmenntun og raunfærnimat.
Aðilar eru sammála um mikilvægi vinnustaðar sem námsstaðar og að starfsmenn geti fengið hæfi sína skjalfesta óháð því hvar hennar sé aflað.  Á undanförnum árum hefur raunfærnimat á móti námskrám verið að festa sig í sessi í ákveðnum greinum. Aðilar vinnumarkaðarins leggja áherslu á að efla raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins og telja að með því móti verði einfaldara að mæta þeim áskorunum  sem atvinnulífið stendur  frammi fyrir í heimi örra tæknibreytinga. Grundvöllur raunfærnimats á móti viðmiðum atvinnulífsins eru hæfnisgreinar starfa sem unnar verða í samstarfi við fyrirtæki og aðila vinnumarkaðar.
Markviss þróun og uppbygging raunfærnimats er grundvallarforsenda þess að þessi markmið nái fram að ganga og eru aðilar sammála um að rík áhersla verði lögð á þróun raunfærnimats á samningstímanum. Það á við raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins sem og raunfærimat á móti námsskrám.
Með því að leggja áherslu á raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins og gera þá menntun sem fram fer á vinnustöðvum sýnilega verður auðveldara að bregðast við þegar störf breytast og koma til móts við þá starfsmenn sem þurfa að efla hæfni sína vegna tæknibreytinga í atvinnulífinu. Raunfærnimat getur nýst vel fyrir starfsmenn með formlega menntun til að styrka sig í starfi og fylgja eftir breytingum á störfum vegna tæknibreytinga.
Aðilar eru sammála um að brýnt sé að finna leiðir til að auðvelda iðnaðarmönnum sem þurfa að umskólast vegna tæknibreytinga að fara í raunfærnimat m.a. með því að minnka kostað og aðlaga það þörfum þeirra.
 
Bókun
Vegna breytinga á kjarasamningum  undirmanna
Samkvæmt gr. 1.8. í kjarasamningi Samband stjórnendafélaga STF og SA eiga stjórnendur/verkstjórar rétt til samningsbundina fríðinda, sem undirmenn þeirra hafa svo og samskonar reglur varðandi vinnutíma og önnur kjaraatriði, sem gert er ráð fyrir í kjarasamningi viðkomandi undirmanna eftir því við á.
Stjórnendur sem ekki hafa mannaforráð taka mið af kjarasamningi skrifstofufólks.
 
Sveinafélög iðnaðarmanna hafa samið um breytingar á vinnutímareglum o.fl. sem gildi 1. apríl 2020. Stjórnendur/verkstjórar sem stjórna að meginhluta til iðnaðarmönnum eig því rétt til samskonar breytinga frá sama tíma ef þeir óska þess.
 
Sama gildir um þá vinnutímastyttingu sem VR/LÍV hafa samið um frá 1. janúar 2020 varðandi þá stjórnendur sem ekki hafa mannaforráð, eins og hún er útfærð á vinnustað þeirra.
 
Framagreindar breytingar á kjarasamningum undirmanna verða útfærðar á hverjum vinnustað í samráði við starfsfólk þ.m.t. stjórnendur/verkstjóra. Óhjákvæmilegt er að þær breytingar á vinnutíma- og öðrum starfskjörum stjórnenda/verkstjóra sem af þessum breytingum hlýst séu útfærðar og staðfestar í ráðningarsamningi þeirra eða með viðauka við ráðningarsamning.
 
Aðilar munu við útgáfu kjarasamnings aðila fyrir lok nóvember birta nóverber birta þær samningsgreinar úr framangreindum kjarasamningum sem leiða til breytinga á starfskjörum stjórnenda/verkstjóra í viðauka ásamt kynningarefni.
 
Bókun vegna gjalds til Starfsmennasjóðs
Gjald til Starfsmenntasjóðs SA og STF er nú  0,4% af heildarlaunum. Samningsaðilar munu á samningstímabilinu meta og taka ákvörðun um það hvort þörf sé að hækka gjaldi í 0,5%.
 
 
Atkæðagreiðsla hefst mánudaginn 24. júni kl 14:00 og lýkur föstudaginn 28. júni 2019  kl 14:00 og fer fram með rafrænum hætti - AP media sér um verklagið sem er að senda út tilkynningar og taka við niðurstöðum, félagsmenn verða að hafa aðgengi að íslykli eða rafrænum skilríkjum.
 
 
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.