Útgefið efni

Greinar

16
desember

Menntunarsjóðir STF standa vel.

Menntunarsjóður SA og STF hefur úthlutað styrkjum frá síðustu áramótum. Ánægjulegt er hvað margir stjórnendur eru að sækja sér endurmenntun. Þetta eru dýr nám sem eykur möguleika þeirra á vinnumarkaði. Við finnum að umsækenndur um styrk til endurmenntunar hefðu gjarnan viljað að styrkurinn væri hærri, en engu að síður eru þeir þakklátir fyrir það sem við erum að gera.   Ákveðið var að fara varlega af stað með upphæð styrkja og auka heldur í eftir fjárhagslegri getu sjóðsins. Vonast er til að við endurmat sjóðsins um áramót verði hægt að auka styrkupphæðir. Það er nýmæli að fyrirtæki geta sótt um námstyrki úr þessum sjóði ef þau senda stjórnendum til náms sem eykur hæfni þeirra í starfi. Það þarf að kynna fyrirtækjum  þennan möguleika, skilyrði fyrir styrk er að viðkomandi fyrirtæki greiði endurmenntunargjald til STF vegna þessara einstaklinga. Ásókn í eldri menntunarsjóð STF hefur verið jöfn og góð. Aukning er í starfstengt nám og hefur verið samin reglugerð fyrir menntunasjóðinn, spurning hvort ekki eigi að útvíkka reglugerð hans þannig að hún taki víðara svið. Reglugerðir beggja sjóða verða endurskoðaðar um áramót, vonandi verður í framhaldinu hægt að mæta kröfu félagsmanna um hærri menntunarstyrki.

Kveðja,

Jóhann Baldursson,

framkvæmdastjóri STF.

 

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.