Útgefið efni

Greinar

14
oktober

Skipting ellilífeyrisréttinda milli hjóna

Á aðalfundi Verkstjórafélags Snæfellsness sem haldinn var 8. október 2003 varð mikil umræða um lífeyrissjóði og þann möguleika að hjón/sambýlisfólk jafni á milli sín lífeyrisréttindum. Farið var yfir skilyrði þessa möguleika, kosti þess og galla. Var það niðurstaða fundarins að rýmka þyrfti skilyrði þess að fá þessa skiptingu og að "tímafresturinn" þ.e. að það þyrfti að óska eftir slíku a.m.k. sjö árum fyrir heimila töku lífeyris væri of langur. Þannig væri það hart fyrir sextugan mann með yngri konu, að vera búinn að missa af þessum möguleika. Það varð álit fundarmanna að þessi möguleiki væri ekki nægilega vel kynntur og þyrfti að koma upplýsingum um þennan möguleika betur á framfæri við félagsmenn.  Formaður Verkstjórafélags Snæfellsness, Þorbergur Bæringsson hafði farið þess á leit við undirritaða að fjalla m.a. um þetta mál á fundinum. Ástæðan var sú að félagsmaður, ásamt konu sinni fór að skoða stöðu sína í eftirlaunamálum þeirra og líkaði illa niðurstaðan. Konan hafði lengst af unnið heima en hann vann hins vegar langan vinnudag utan heimilisins, frá unga aldri. Þau höfðu alltaf litið svo á að lífeyrisréttinn ættu þau sameiginlega.  Það varð þeim nokkuð áfall þegar þau komast að því að reglur lífeyrisjóðanna eru nú orðnar þannig að makalífeyrir er einungis greiddur í þrjú ár og síðan hálfur í tvö ár til viðbótar. Nokkur atriði geta þó eitthvað lengt þennan tíma t.d. barn á framfæri eða ef makinn er öryrki. Þegar þeim varð þetta ljóst vildu þau gjarnan skipta með sér ellilífeyrisrétti sínum. Það kom þeim svo algjörlega í opna skjöldu þegar í ljós kom að það var þeim ekki mögulegt þar sem maðurinn var orðinn sextíu ára.  Vonbrigði þerra urðu mjög mikil. Þeim þótti þau illa svikin. Í umræðum á fundinum kom í ljós að stórum hluta fundarmanna var ekki kunnug um þennan möguleika um skiptingu ellilífeyrisréttinda. Það er því ástæða til að fara yfir helstu atriði þessa máls og byggir þessi samantekt á upplýsingum sem  Landsamtök lífeyrissjóða hafa gefið út. Fer nú á eftir nær orðréttur texti þeirra. Með setningu laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eru ýmisar nýjungar, þar með eru heimildir sjóðfélaga í lífeyrissjóðum til að skipta ellilífeyrisréttindum. Ekki er skylt að skipta ellilífeyrisréttindum, heldur er það valkvætt. Eftirtalin skilyrði þarf að uppfylla: Skipting ellilífeyrisréttindanna tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í: hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist.  Skipting ellilífeyrisréttinda skal fela í sér gagnkvæma skiptingu sem skal vera jöfn, þ.e.a.s. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttindum sínum. Heimilt er að framselja til makans allt að helmingi ellilífeyrisréttindanna.  Skipting skal aðeins taka til áunninna réttinda meðan hjúskapur, óvígð sambúð eða staðfest samvist hefur staðið eða mun standa.  Skipting ellilífeyrisréttindanna er þríþætt. Í fyrsta lagi er skipt samtímagreiðslu ellilífeyris, þ.e. þeim greiðslum sem nú eiga sér stað. Í öðru lagi er hægt að skipta þegar áunnum ellilífeyrisréttindum. Í þriðja lagi er um að ræða skiptingu þeirra ellilífeyrisréttinda sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptingu réttindanna hefur verið gert.  Skiptingin getur því varðað réttindi í nútíð, fortíð og framtíð.Verður  nú gerð nánari grein fyrir þessari skiptingu og þeim atriðum sem gæta þarf að í framkvæmd.Greiðsluskipting.Eingöngu er um að ræða skiptingu á núverandi ellilífeyrisgreiðslum milli maka og skal skiptingin vera gagnkvæm og jöfn. Við fráfall sjóðfélaga falla greiðslur til maka niður. Við fráfall maka fær sjóðfélaginn hins vegar greiddan allan ellilífeyrinn á ný.Skipting áunninna réttinda.Þessi skipting þarf að eiga sér stað eigi síðar en sjö árum áður en taka ellilífeyris getur hafist  Það skilyrði er sett í lögunum að heilsa sjóðfélagans dragi ekki úr lífslíkum hans.Aðeins má skipta þeim réttindum sem áunnust meðan hjúskapur, sambúð  eða samvist varði.Þá er ennfremur sett það skilyrði að heildarskuldbinding viðkomandi lífeyrissjóða hvorki aukist eða minnki við skiptinguna. Þetta þýðir að sá hluti ellilífeyrisréttindanna sem kemur í hlut makans verður annað hvort skertur eða aukinn og þá í samræmi við aldur og kyn hans. Þegar þessi skipting hefur farið fram er hún ekki afturkallanleg.Skipting framtíðarréttinda.Um er að ræða skiptingu þeirra ellilífeyrisréttinda sem ávinnast í framtíðinni og þar til hjúskap, sambúð eða samvist er slitið.Ef um er að ræða samkomulag um skiptingu framtíðarréttinda bera aðilar hvor um sig ábyrgð á því að kynna það fyrir þeim lífeyrissjóðum sem þeir kunna að hefja greiðslu iðgjalda til síðar.Samningseyðublað.Landssamtök lífeyrissjóða hafa látið útbúa samningseyðublað sem sjóðfélagar og makar þeirra geta nálgast á skrifstofum lífeyrissjóðanna.Uppsögn samkomulagsins.Vert er að geta þess að þegar um er að ræða skiptingu á núverandi ellilífeyrisgreiðslum og framtíðarréttindum gerir samkomulagið ráð fyrir því að hvor samningsaðili geti sagt upp ákvæðunum með þriggja mánaða fyrirvara enda standi aðrir samningar eða fyrirmæli því ekki í vegi.Skattskylda.Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt skattleggjast ellilífeyrisgreiðslur í öllum tilvikum hjá viðtakanda greiðslnanna. Spurningar og svör:Skilyrði skiptingarinnar.1. Eg er í óvígðri sambúð og hjónaband er ekki fyrirhugað. Hver er mín réttarstaða gagnvart skiptingu ellilífeyrisréttinda?Svar: Lögin um skiptinguna taka einnig til þeirra sem eru i óvígöri sambúð eða staðfestri samvist.2. Getum við hjónin skipt ellilífeyrisréttindum okkar þannig, að maki minn fái 40 af mínum réttindum en ég 50 afréttindum hans?Svar: Nei. Skiptingin á milli aðila þarf að Vera jöfn og gagnkvæm hjá báðum aðilum, þ.e.a.s. hvor maki fær sama hlutfall frá hinum, t.d. ef makinn á að fá 40 af mínum réttindum, verður makinn að láta mig fá 40 af sínum réttindum o.s.frv.3. Get ég eingöngu skipt mínum ellilífeyrisréttindum en maki minn haldið sínum réttindum óskiptum?Svar: Nei. Eins og fram kemur i svari við spurningu nr. 2, þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttindunum, ef á annað borð hefur verið ákveðið að skipta þeim.4. En ef maki minn hefur aldrei greitt í lífeyrissjóð. Get ég þá skipt mínum ellilífeyrisréttindum þannig að makinn fái ákveðið hlutfall afmínum réttindum til sín?Svar: Já. Skiptingin skal vera gagnkvæm, eins og áður segir, jafnvel þó að maki minn eigi ekki nein lífeyrisréttindi. 5. Getum við hjónin skipt réttindum þannig að hvort hjóna fái 60 af réttindum hins?Svar: Nei. Ekki er heimilt að skipta eða framselja meira en sem nemur helmingi ellilífeyrisréttinda eða að hámarki 50. Skipting núverandi ellilífeyrisgreiðslna.6. Við hjónin fáum bæði greiddan ellilífeyrir hjá lífeyrissjóðum en höfum nú ákveðið að skipta ellilífeyrisgreiðslunum á milli okkar til helminga. Ef maki minn fellur frá, fœ ég þá til baka þann hluta réttindanna sem ég hef skipt?Svar; Já. Við fráfall maka fær sjóðfélaginn allan ellilífeyrinn á ný, auk þess sem hann hefur öðlast rétt til makalífeyris frá þeim lífeyrissjóði, sem makinn greiddi iðgjöld til. Ef þú hins vegar fellur frá á undan makaþínum, þá fær hann ellilífeyri sinn óskiptan en sá hluti ellilífeyrisgreiðslnanna sem komu frá þér falla niður. Maki þinn á hins vegar rétt á makalífeyri vegna þeirra iðgjalda sem þú hefur greitt til viðkomandi lífeyrissjóðs.Skipting þegar áunninna réttinda.7. Nú ber að skipta þegar áunnum réttindum eigi síðar en 7 árum áður en taka ellilífeyris getur fyrst hafist. Ég er 62 ára og maki minn er 56 ára. Getum við skipt áunnum réttindum?Svar: Nei. Hjá lífeyrissjóðunum er hinn almenni ellilífeyrisaldur annað hvort við 65 ára eða 67 ára aldursmarkið. Því þarf að skipta réttindunum annað hvort fyrir 58 ára eða 60 ára aldur. í þessu tilviki getur þú ekki skipt áunnum réttindum þínum, þar sem þú ert 62 ára. Skipting ellilífeyrisréttindanna þarf að vera jöfn og gagnkvæm hjá báðum aðilum. í þessu dæmi getur skiptingin ekki orðið gagnkvæm og því er ekki hægt að skipta ellilífeyrisréttindunum.8. Við hjónin höfum verið í sambúð og síðan í hjúskap samtals í 6 ár, en bæði höfum við greitt í lífeyrissjóði i 10 ár. Getum við skipt ellilífeyrisréttindunum sem áunnust þessi 10 ár?Svar: Nei. Skiptingin nær aðeins til þeirra réttinda sem áunnust meðan hjúskapur, óvígða sambúð eða staðfest samvist hefur staðið eða stóð, þ.e.a.s. heimilt er i þessu tilviki að skipta réttindum sem áunnust síðustu 6 árin. Skilnaður, dauði eða örorka.9. Ég og maki minn höfum ákveðið að skilja. Getum við skipt þegar áunnum réttindum okkar við skilnaðinn?Svar: Já. Það er ekkert á móti því að skipta þegar áunnum réttindum við skilnað, sem áunnust í hjúskap eða í sambúð, enda sé að öðru leyti fullnægt öðrum skilyrðum um aldur og heilsufar.10. Eg og maki minn höfum þegar skipt áunnum ellilífeyrisréttindum okkar til helminga. Nú deyr maki minn á undan mér. Hver er mín réttarstaða?Svar: Þú hefur þegar afsalað þér helmingnum afáunnum ellilífeyrisréttindum þínum til frambúðar en færð á móti helminginn af áunnum ellilífeyrisréttindum maka þíns.Um greiðslu makalífeyris fer hins vegar eftir samþykktum viðkomandi lífeyrissjóðs, sem maki þinn hefur greitt til. Athugið að makalífeyrir þinn er óbreyttur, hann hvorki hækkar eða lækkar, þó búið sé að skiptaáunnum ellilífeyrisréttindum.11. Hver er réttarstaða maka míns, ef ég dey á undan honum, eftir að hafa skipt þegar áunnum réttindum til helminga?Svar; Maki þinn fær greiddan makalífeyri eftir þig úr viðkomandi lífeyrissjóði, en auk þess fær hann sinn helming af þegar áunnum ellilífeyrisréttindum þínum.12. Ég hef þegar skipt áunnum ellilífeyrisréttindum mínum. Hver er mín réttarstaða ef ég verð fyrir orkutapi og verð öryrki?Svar: Skipting ellilífeyrisréttinda hefur ekki í för með sér neina breytingu á fjárhæð örorkulífeyris hjá sjóðnum. Skipting framtíðarréttinda.13. Ég og maki minn höfum gert samkomulag um skiptingu ellilífeyrisréttinda í framtíðinni og tilkynntum það viðkomandi lífeyrissjóðum.  Nú hef ég skipt um starf og lífeyrissjóð. Þarf ég að tilkynna þessa skiptingu til þess lífeyrissjóðs sem ég hef nú nýlega hafið greiðslu iðgjalda til?Svar: Já. Ef um er að ræða samkomulag um skiptingu framtíðarréttinda bera aðilar hvor um sig ábyrgð á því að kynna það fyrir þeim lífeyrissjóðum sem þeir kunna að hefja greiðslu iðgjalda til síðar.Um uppsögn samkomulagsins og skattskyldu.14. Get ég sagt upp samkomulaginu um skiptingu ellilífeyrisréttinda milli hjóna?Svar: Þegar um er að ræða skiptingu á núverandi ellilífeyrisgreiðslum og framtíðarréttindum, þá getur hvor aðili um sig sagt samkomulaginu upp með þriggja mánaða fyrirvara. Skipting þegar áunninna ellilífeyrisréttinda er hins vegar ekki afturkallanleg.15. Ber mér að greiða skatt af öllum þeim greiðslum vegna ellilífeyrisréttinda, sem ég hef aflað mér, þó að ég hafi skipt þessum réttindum og þar með greiðslum milli mín og maka míns?Svar: Nei. Ellilífeyrisgreiðslur skattleggjast í öllum tilvikum hjá viðtakanda greiðslnanna. Lýkur hér texta úr kynningarefni  lífeyrissjóða.Það má e.t.v. spyrja sig hvort að hægt sé að mæla með þessari aðferð. Það er erfitt að svara slíkri spurningu. Það er hins vegar full ástæða til að mæla með því að skoða þennan möguleika mjög vel. Hann er vel þess virði. Áhættan felst hins vegar í óvissu dauðans. Það er einungis ef við þekkjum lífslengd og heilbrigði okkar sem við getum tekið réttastar ákvarðanir um lífeyrisfyrikomulag. Það er því blessun óvissunnar sem gerir þessar ákvarðanir flóknar. Því vilja mörg pör draga úr óvissunni og jafna á milli sín réttindunum. Kristín Sigurðardóttir.
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.