Útgefið efni

Greinar

18
nóvember

Úttekinn séreignasparnaður í atvinnuleysi.

Það er ekki vandalaust að taka út séreignasparnað ef viðkomandi er atvinnulaus. Þetta er sagt að gefnu tilefni. Félagsmaður sem verið hefur atvinnulaus um nokkurt skeið hugðist létta mánaðarlegar greiðslur og tekur út séreignasparnaðinn til niðurgreiðslu á láni. Hver króna sparnaðarins sem ekki fór í skattinn var notuð til að niðurgreiða höfuðstól á íbúðaláni. Í atvinnuleysi er úttekinn séreignasparnaður flokkaður sem tekjur og getur því valdið skerðingu bótagreiðslna. Í þessu tilfelli verða bætur skertar um 25% næstu mánuði, skerðing hefði orðið meiri, en lög um atvinnuleysisbætur leyfa ekki hærri skerðingu. Þeir sem eru í vinnu, 60 ára og eldri geta tekið út séreign sína til seinni tíma nota án vandræða en atvinnulausir ekki. Send var fyrirspurn til Vinnumálastofnunar og spurt hvað miklar tekjur má hafa án þess að til skerðingar komi.

Í svari frá Vinnumálastofnun segir: "Það má hafa tekjur upp að frítekjumarkinu án þess að það hafi áhrif á bætur þó þarf að gefa þær tekjur upp til okkar. Ef fólk tekur út séreignasparnað skv. lögum nr. 13/2009 þá skerða þær tekjur ekki atvinnuleysisbætur. Ef fólk er að taka út séreignasparnað eins og það gat gert fyrir þessa lagabreytingu þá munu þær tekjur skerða bæturnar í þeim mánuði sem sparnaðurinn er tekinn út".

Þetta verða menn að hafa í huga ef til atvinnumissis kemur, eins er gott að skoða vef Vinnumálastofnunnar www.vinnumalastofnun.is og kynna sér hvað þar er í boði.

Kveðja,

Kristján Örn Jónsson forseti/framkvæmdastjóri VSSÍ.

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.