Samband stjórnendafélaga (STF) er tengd skilagrein.is. Öll fyrirtæki sem eru með DK launaforrit hafa getað sent rafrænt síðan í mars 2012, All flest forrit eiga nú að geta sent skilagreinar á rafrænu formi og hafa rafræn skil aukist til muna. Endilega hafðu samband ef þú ert í vandræðum með að senda rafrænt og við sendum þér upplýsingar um þitt launaforrit.
Lágmarkstekjuviðmið hækkað frá 1. júlí 2019 í 444.063.- Þ.e. til að starfandi félagsmaður fái fullar bætur og styrki. Sé greitt af lægri upphæð reiknast skerðing.
Ath. reikningar mega ekki vera eldri en 6 mán. Sjúkradagpeningavottorð þarf með öllum umsóknum um sjúkradagpeninga.
Reglugerðina má finna undir Sambandið - reglugerðir.