Við erum öll
almannavarnir
Covid-19 kallar á samstöðu og ábyrgð okkar allra. Til að
auðvelda heilbrigðiskerfinu að ráða við vandann er mikilvægt
að takmarka útbreiðslu veirunnar eins og hægt er.
( frá embætti Landlæknis og Almannavörnum )
Vegna faraldurs af völdum COVID-19 veirunnar, þá höfum við ákveðið að takmarka aðgang að skrifstofum Sambands stjórnendafélaga, Brúar félags stjórnenda og Brunabót og loka þeim tímabundið samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Við að sjálfsögðu erum á skrifstofunni og svörum síma og tölvupóstum.
Ef erindið er áríðandi eða ekki er hægt að leysa úr því með rafrænum hætti er hægt að hringja í síma:
553-5040 Samband stjórnendafélaga
562-7070 Brú félag sjtórnenda og
544-5070 Brunabót og starfsmaðurinn kemur fram.
Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli STF og sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í dag.
Þátttakendur þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Þeir sem ekki eiga íslykil eða rafræn skilríki geta sótt um íslykil á Island.is (www.island.is) og valið um hvort þeir fái lykilinn sendan í heimabankann sinn eða með pósti á lögheimili sitt. Þjóðskrá Íslands stendur straum af kostnaði við að senda Íslyklana bæði í heimabankann sem og með pósti á lögheimili.
Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12:00 mánudaginn 13. júlí 2020
Á heimasíðu STF https://www.stf.is/ er að finna upplýsingar og glærukynningu á hverning vinnutímastyttingin 2020 er hugsuð og útfærð.